Fimmtudagur, 08 Júní 2017 17:40

Kristín Hálfdánardóttir er nýr afreksstjóri FSÍ

Kristín Harpa Hálfdánardóttir hefur verið ráðinn afreksstjóri FSÍ.

Kristín er með Bs. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Fimleikafélaginu Björk.  Hún hefja störf að fullu í haust en byrjar strax að sinna brýnustu verkefnum á skrifstofu FSÍ.


Kristín þekkir allar hliðar íþróttanna, fyrst sem iðkandi í hinum ýmsu greinum og síðar sem þjálfari, foreldri, stjórnandi, stjórnarmaður og fjölmiðlakona.

Fimleikasambandið bindur miklar vonir við að víðtæk íþróttaþekking og reynsla Kristínar af samskiptum við ÍSÍ og sérsambönd muni nýtast sambandinu vel í komandi verkefnum.