Mánudagur, 04 September 2017 12:08

Landslið Ísland á HM í Montreal

Landsliðsþjálfarar karla og kvenna, Guðmundur Brynjólfsson og Róbert Kristmannsson, hafa valið það fimleikafólk  sem skipar lið Íslands á HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Montreal í Kanada í október næstkomandi.

Tvær úrtökuæfingar fóru fram í vikunni sem leið og er valið byggt á frammistöðu iðkenda á þeim æfingum og var það ekki auðvelt að þessu sinni.

Fimleikasambandið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í valferlinu og óskar landsliðsfólkinu góðs gengis og til hamingju með landsliðssætið.

Landslið Íslands á HM skipa:

1. Agnes Suto, Gerpla
2. Dominiqua Alma Belanyi, Ármann 
3. Irina Sazonova, Ármann 
4. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
5. Valgarð Reinhardsson, Gerpla

Varamenn: 
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Björk 
Eyþór Baldursson, Gerpla