Þriðjudagur, 05 September 2017 14:21

Landsliðsþjálfarar fyrir EM 2018 í hópfimleikum

Nú hefur Fimleikasambandið mannað allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið 2018 í hópfimleikum.

Með reynslu síðustu tveggja móta að leiðarljósi og breyttu skipuriti á skrifstofu FSÍ munum við breyta umgjörð og skipulagi verkefnisins umtalsvert.

Á meðan við nýtum áfram þann styrkleika sem felst í nálægð okkar við hvort annað, munum við samt hafa það að leiðarljóri að styrkja félögin og íslenska fimleika til langs tíma.

Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum nýs afreksstjóra, Kristínar Hálfdánardóttur og verkefnisstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur.

Yfirþjálfarar, með faglega stjórn og uppbyggingu eru Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.

 

EM teymi FSÍ 2017 – 2018 skipa;

Afreksstjóri: 

Kristín Harpa Hálfdándardóttir

 

Verkefnastjóri: 

Íris Mist Magnúsdóttir

 

Yfirþjálfarar: 

Björn Björnsson

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

 

Aðstoð við yfirþjálfara

Inga Valdís Tómasdóttir

 

Þjálfarar kvennaliðs:

Karen Sif Viktorsdóttir

Bjarni Gíslason

Ásta Þyrí Emilsdóttir

 

Þjálfarar blandaðs liðs fullorðinna: 

Tanja Birgisdóttir

Magnús Óli Sigurðsson

Yrsa Ívarsdóttir

 

Þjálfarar stúlknaliðs: 

Jónas Valgeirsson

Þorgeir Ívarsson

Katrín Pétursdóttir

 

Þjálfarar blandaðs liðs unglinga: 

Ragnar Magnús Þorsteinsson

Aníta Líf Aradóttir

Björk Guðmundsdóttir

 

Upplýsingar um fyrstu úrtökuæfingu og fyrirkomulag verða birtar eftir helgi.