Miðvikudagur, 06 September 2017 16:06

Heimasíða fyrir NM í hópfimleikum 2017

Nú styttist í Norðurlandamótið í hópfimleikum sem fer fram í Lund í Svíþjóð þann 11. nóvember næstkomandi. Norðurlandamót er keppni félagsliða og sendir Ísland alls fimm lið til keppni í ár, tvö kvennalið og tvö blönduð lið, annað frá Gerplu og hitt frá Stjörnunni og eitt karlalið frá Gerplu.

Samkeppnin á mótinu verður gríðarlega hörð, þar sem sterkustu liðin í hópfimleikum koma frá Norðurlöndunum. Ísland hefur þrisvar sinnum unnið gullið í kvennakeppninni, Gerpla 2007 og 2011 og Stjarnan 2015, en Stjörnustúlkur eiga því titil að verja í ár.

Sænska fimleikasambandið hefur gefið út heimasíðu fyrir mótið og má sjá hana hér. Stefnt verður að því að hefja blogg inná heimasíðunni þremur vikum fyrir keppni, þar sem tíu fimleikamenn frá öllum fimm löndunum munu setja inn færslur á ensku, tveir frá hverju landi. 

Miðasala á mótið hefst þann 12. september kl. 11:11 á sænskum tíma eða kl. 09:11 á íslenskum tíma. Athugið að sætin eru númeruð.