Fimmtudagur, 07 September 2017 15:16

Strákarnir mættir á World Challenge Cup í Ungverjalandi

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum lagði af stað á World Challenge Cup í Ungverjalandi í nótt.

Róbert Kristmannsson, landsliðþjálfari karla, valdi þá Eyþór Baldursson, Jón Sigurð Gunnarsson og Valgarð Reinhardsson til þátttöku á mótin og keppa þeir á völdum áhöldum. Þátttakan í WCC er mikilvægur undirbúningur þeirra Jóns og Valgarðs fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Montreal í byrjun október. Þátttakan er einnig mikilvægt skref fyrir Eyþór en þetta er hans fyrsta alþjóðlega verkefni síðan hann meiddist á HM í Glascow fyrir tveimur árum. 

-

Björn Magnús Tómasson, alþjóðlegur dómari er einnig fulltrúi Íslands á mótinu.

Forkeppnin fer fram á föstudag og keppt er í úrslitum á stökum áhöldum á laugardag og sunnudag.