Föstudagur, 08 September 2017 20:15

Gengið á höndum á alþjóðlegum forvarnadegi sjálfsvíga!

Fyrrum Íslandsmeistarinn í áhaldafimleikum, Margrét Hulda Karlsdóttir ákvað að ganga hringinn í kringum Ísland á höndum til að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild. Í leiðinni langaði henni til þess að hvetja fólk til þess að opna sig, tala saman og leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan.

Fimleikasambandið ætlar að sameinast þessari vitundarvakningu og höfum við fengið til liðs við okkur fimleikafólk víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að taka síðustu skrefin á höndum saman og loka hringnum í kringum Ísland á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga næstkomandi sunnudag, þann 10. september.

Þessvegna viljum við biðja þig og alla í þínu félagi til að koma kl. 12 á sunnudag í Hljómskálagarðinn og ganga með okkur á höndum!

Hér má sjá facebook viðburðinn!

Hlökkum til að sjá ykkur á hvolfi á sunnudaginn!

TÖLUM SAMAN! STÖNDUM SAMAN!
#enginskömm
#handStandbyme