Sunnudagur, 10 September 2017 21:28

Fimleikafólk sameinaðist í vitundarvakningu - Frétt RÚV fylgir með

Í dag sameinaði Fimleikasambandið krafta sína við Margréti Huldu Karlsdóttur til að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Margrét hefur farið hringinn í kringum Ísland á síðustu vikum og gengið á höndum á völdum stöðum. Margrét endaði hringferð sína í Hljómskálagarðinum í hádeginu í dag, þar sem fimleikafólk og aðrir víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu sameinuðust þessari vitundarvakninu og gengu á höndum síðustu skrefin. Alls mættu um 60 manns, en heiðursgestir voru crossfit stjörnurnar og fyrrum fimleikastelpurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.

RÚV mætti á svæðið má sjá fréttina hér.

Markmið með deginum var að hvetja fólk til þess að opna sig, tala saman og leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Myndir af deginum og myndband verður útbúið og birt á heimasíðu Fimleikasambandsins í lok næstu viku. Við þökkum öllum sem mættu og fylgdu okkur í þessari vitundarvakningu og hvetjum alla að lokum til að leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan.