Miðvikudagur, 13 September 2017 13:45

Mikil ánægja með nýtt fyrirkomulag á þjálfaranámskeiðum

Það sem af er hausti hafa um 120 manns frá 11 félögum komið á þjálfaranámskeið hjá Fimleikasambandinu. Alls hafa fimm námskeið verið haldin í haust, fimleikanámskeið fyrir íþróttakennara, þjálfaranámskeið 1A í Reykjavík, móttökunámskeið 1 á Akureyri og í Reykjavík, auk tveggja nýrra námskeiða.

Í fyrsta skipti fór fram námskeið fyrir leiðbeinendur leikskólahópa. Námskeiðið tókst afburða vel og ánægja með þessa viðbót í námskeiðsflóruna.

Einnig var þjálfaranámskeið 2B haldið í fyrsta skipti og var hluti námskeiðsins haldin með öðru fyrirkomulagi en þekkist á þjálfaranámskeiðum sambandsins. Notað var svokallað vendinám eða flipped learning. Fyrirlestrar voru á rafrænu formi og sendir á þátttakendur áður en námskeiðið hófst. Þátttakendur voru því búnir að horfa á fyrirlestrana og taka próf úr námsefninu áður en þeir mættu á námskeiðið.

Þegar þáttakendur mættu á námskeiðið tók við verkefnavinna úr námsefninu, þar sem kennari leiðbeindi þeim og hægt var að spurja spurninga. Þetta fyrirkomulag féll vel í kramið og verður notað á fleiri námskeiðum í framtíðinni.

Við viljum þakka öllum þeim frábæru kennurum sem hafa kennt námskeið fyrir okkur þar sem liðið er af önninni, en þeir eru;
Auður Ólafsdóttir
Axel Ólafur Þórhannesson
Berglind Pétursdóttir
Bjarni Gíslason
Björn Björnsson
Erla Ormarsdóttir
Guðmundur Þór Brynjólfsson
Hafrún Kristjánsdóttir
Helgi Héðinsson
Henrik Pilgaard
Hlín Bjarnadóttir
Íris Svavarsdóttir
Kristinn Þór Guðlaugsson
Selma Birna Úlfarsdóttir
Sif Pálsdóttir
Sólveig Jónsdóttir

Næsta námskeið í þjálfaramenntun er sérgreinanámskeið 1C sem verður haldið 14.-15. október, opið er fyrir skráningar í þjónustugátt.