Mánudagur, 02 Október 2017 13:32

HM í áhaldafimleikum er að hefjast. Fylgist með!

Jón Sigurður Gunnarsson og Valgarð Reinhardsson keppa á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í dag. Íslensku strákarnir eru í hóp með Jamaíka og Venezúela. Strákarnir tóku létta æfingu í gær þar sem áherslan var á endurheimt og að skoða það sem gekk ekki nógu vel í vikunni. Æfingin gekk vel og eru þeir tilbúnir í slaginn í dag.  

Kúba er í sama keppnishluta og Ísland og þar er Manrique Larduet á meðal keppenda. Hann varð annar í fjölþraut á HM í Glasgow 2015. Úkraína er einnig í sama hluta og þar er Íslandsvinurinn og silfurhafinn frá því á Ólympíuleikunum í Ríó, Oleg Verniaiev, fremstur í flokki.

Það er því spennandi keppni framundan og er hægt að fylgjast með gangi mála hér.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikar