Þriðjudagur, 03 Október 2017 18:18

Stelpurnar hefja keppni á HM í kvöld!

Agnes Suto-Tuuha, Dominiqua Alma Belányi og Irina Sazonova keppa allar á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í kvöld. Keppnin fer fram í Montréal í Kanada og íslensku stelpurnar eru í fyrsta keppnishluta sem hefst klukkan 16:00 á staðartíma eða klukkan 20:00 á íslenskum tíma.

Með okkur í hóp eru Spánverjar og Venezúela en í hlutanum eru einnig Bretar og verður gaman að fylgjast með þeim. Liðið er vel stemmt, æfingar hafa gengið vel og stelpurnar glíma ekki við nein stórvægileg meiðsli. Fyrst og fremst eru þær spenntar fyrir verkefninu, enda umgjörð mótsins algerlega frábær.

Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins hér.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikar