Miðvikudagur, 04 Október 2017 14:01

Sjáið myndbönd af tilþrifum íslensku keppendanna af HM!

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram í Montreal í Kanada þessa stundina. Mótið er það stærsta í greininni að undanskildum Ólympíuleikunum en síðustu daga hafa farið fram undanúrslit í fjölþraut karla og kvenna.

Ísland átti fimm keppendur sem tóku þátt í undanúrslitum, í karlakeppninni voru það núverandi Íslandsmeistari karla Valgarð Reinhardsson, ásamt Jóni Sigurðuri Gunnarssyni. Í kvennakeppninni voru það núverandi Íslandsmeistari Irina Sazonova, ásamt Agnesi Suto-Tuuha og Dominiqua Belányi.

Íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni, en RÚV hefur tekið saman tilþrif þeirra af mótinu.

Hægt er að sjá myndbönd af öllum æfingum strákana hér.

Hér er svo hægt að sjá myndbönd af æfingum stelpnanna.

Við óskum öllum íslensku keppendunum til hamingju með mótið, þið voruð glæsileg!

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikar