Föstudagur, 03 Nóvember 2017 16:30

Haustmót í 4. - 5. þrepi og Stökkfimi

Nú um helgina verður mikið að gerast í mótahaldi hjá Fimleikasambandinu. Tvö mót fara fram og eru það Haustmót í 4. - 5. þrepi sem fram fer á Akureyri í umsjón Fimleikafélags Akureyrar og Haustmót í Stökkfimi sem að fram fer á Akranesi í umsjón Fimleikadeildar Akraness.

Alls eru um 500 börn skráð til leiks og má búast við skemmtilegum mótum á báðum stöðum.

 

Hér í viðhengjum má finna skipulög og hópalista mótanna.