Mánudagur, 29 Janúar 2018 11:42

Úrvalshópaæfingar fyrir landslið Íslands

Landsliðsæfing úrvalshópa í áhaldafimleikum kvenna fór fram í Björk og Ármanni dagana 19. og 20. janúar. Æfingarnar voru sambland af þrekprófi, tækniæfingum fyrir dans og æfingum á áhöldum. Einnig fór hluti dags í hópefli sem var skemmtilegt og heppnaðist vel.

Stjórn æfinganna var í höndum landsliðsþjálfaranna Guðmundar Brynjólfssonar og Þorbjargar Gísladóttur en til liðs við sig fengu þau einnig dómara til að meta frammistöðu iðkenda við æfingar á áhöldum. 

Fjölda mörg verkefni eru framundan í áhaldafimleikum á árinu, meðal annars Norðurlandamót, Evrópumót, Norður-Evrópumót, Heimsbikarmót, Heimsmeistaramót og fleira. Því er að nægu að stefna fyrir iðkendur í úrvalshópum.


Úrvalshópur stúlkna og kvenna í áhaldafimleikum

 
Guðmundur Þór Brynjólfsson þjálfari kvenna og Þorbjörg Gísladóttir þjálfari stúlkna

Fleiri myndir af úrvalshópaæfingu í áhaldafimleikum má sjá inná facebook síðu fimleikasambandsins. 

Fyrsta úrvalshópaæfing í hópfimleikum fyrir Evrópumótið 2018 fór fram síðastliðinn laugardag, 27. janúar. Áður en æfingin hófst var haldinn fræðsludagur fyrir iðkendur og foreldra þar sem verkefnið var kynnt og farið yfir helstu markmið. Unglingar fengu fræðslu um sjálfstraust og hugarþjálfun frá Dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðingi og fullorðnir fengu næringafræðslu frá Lilju Guðmundsdóttur og Thelmu Rún Rúnarsdóttur. Æfingar fyrir unglinga fóru fram í Stjörnunni og fyrir fullorðna í Fjölni. Við þökkum félögunum kærlega fyrir afnot af húsnæðinu þeirra. 

Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í Odivelas í Portúgal á Spáni dagana 15. - 21. október 2018. Stefnt er að því að senda fimm lið til keppni; Kvennalið, karlalið, blandað lið fulloðrinna, stúlknalið og blandað lið unglinga. Alls eru 100 iðkendur í úrvalshópum og verða landslið tilkynnt í maí, að loknu keppnistímabili. 


Úrvalshópur fullorðinna í hópfimleikum


Úrvalshópur unglinga í hópfimleikum