Mánudagur, 29 Janúar 2018 15:06

Vilt þú hanna þinn eigin fimleikabol?

Hönnunarleikur FSÍ og fimleikar.is er nú í fullum gangi. Þar geta upprennandi hönnuðir í fimleikahreyfingunni spreitt sig og hannað sinn eigin fimleikabol sem verður svo framleiddur af GK. Nú þegar hafa okkur borist margar glæsilegar hannanir og verður spennandi að sjá hver endar sem sigurvegari og fær sinn bol framleiddan. 

Við hvetjum alla til að taka þátt, hér má sjá reglur leiksins, en þær má einnig finna í leyfisbæklingnum sem sendur var út á alla sem eru skráðir í leyfiskerfi Fimleikasambandsins. 

Hér má einnig sjá dæmi um innsendar tillögur. 

 

Vonumst til að sem flestir taki þátt, þetta er svo skemmtilegt!