Þriðjudagur, 27 Febrúar 2018 09:22

Frábær umgjörð á Toppmótinu í hópfimleikum

Toppmótið í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ um helgina sem leið. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fimleikamót af þessari stærðargráðu og er óhætt að segja að framkvæmdin hafi heppnast vel í alla staði.  Húsnæðið í Mosfellsbæ er eins og sniðið fyrir stór hópfimleikamót og fór vel um bæði áhorfendur og keppendur.

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fer fram 14. apríl næstkomandi og gefur árangur á Toppmótinu og WOW bikarmótinu stig í baráttunni um sæti á því móti en einungis 2 lið frá hverju landi fá keppnisrétt á mótinu í hverjum flokki. Alls keppt 7 lið á mótinu í 1. flokki og meistaraflokki og er baráttan um sæti í stúlknaflokki á milli Fjölnis, Stjörnunnar og Gerplu.

Gerpla hafnaði í fyrsta sæti og Stjarnan í 2. sæti á mótinu og standa því vel að vígi í baráttunni um NM sætið fyrir WOW bikarmótið sem fram fer helgina 17. og 18. mars.

Fimleikasambandið vill þakka mótshöldurum og TOPP fyrir frábært mót um helgina.

Úrslit mótsins má nálgast hér fyrir neðan.