Föstudagur, 09 Nóvember 2012 17:48

Sviðsstjóri Landsliðsmála

 

Fimleikasambandið leitar að öflugum starfsmanni í hlutastarf

Starfsemi fimleikasambandsins (FSÍ) hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og þarf sambandið því á öflugum einstaklingi að halda til að sinna landsliðsmálum, einstaklingi sem er drífandi, getur starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.  Sviðsstjóri landsliðsmála starfar í umboði stjórnar í nánu samstarfi við fagnefndir FSÍ og aðildarfélög sambandsins.  Sviðsstjóri landsliða hefur yfirumsjón með úrvalshópum/landsliðum og vinnur með öll landslið Íslands á jafnræðisgrundvelli.  FSÍ sendir landslið til keppni erlendis 5-7 sinnum ár hvert auk smærri verkefna landsliðsfólks.  Næsti yfirmaður Sviðsstjóra er framkvæmdastjóri FSÍ.

Markmið og tilgangur starfs
Fimleikar eiga að vera áberandi í þjóðfélaginu og skal ásýnd þeirra og umfjöllun vera undir jákvæðum formerkjum.  Hún skal tengjast heilbrigðum lífstíl og vera nátengd hugtökum eins og fimi, styrk, glæsileika, fegurð og aga.
Stefnt skal að því að reglulega sé fjallað um fimleika í fjölmiðlum/samfélagsmiðlum á uppbyggilegan hátt og að afreksmenn í fimleikum fái umfjöllun um sín afrek. 
Stuðlað skal að því að afreksmenn í fimleikum komi fram sem heilbrigðar fyrirmyndir fyrir aðra iðkendur og taki þátt í útbreiðslustarfi hreyfingarinnar.

Markmið með ráðningu sviðsstjóra landsliða FSÍ er:
• að Fimleikasamband Íslands hafi yfir að ráða einstaklingum og liðum, sem eru tilbúin til keppni á alþjóðamótum fyrir Íslands hönd.
• að markvisst verði unnið að því að einstaklingar og lið vinni sér keppnisrétt á Evrópumótum, Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum.

Helstu verkefni
Sviðsstjóri landsliða FSÍ starfar í umboði stjórnar í nánu samstarfi við fagnefndir FSÍ og aðildarfélög sambandsins.  Sviðsstjóri landsliða situr stjórnarfundi FSÍ með málfrelsi og tillögurétt.

Sviðsstjóri landsliða hefur yfirumsjón með úrvalshópum/landsliðum og vinnur með öll landslið Íslands á jafnræðisgrundvelli. Sviðsstjóri landsliða sér til þess að skráningar á mót og viðburði berist á réttum tíma til framkvæmdarstjóra FSÍ og tilkynning til aðildarfélaga FSÍ  og félagsþjálfara einstaklinga landsliða  berist fyrir lokaskráningarfrest á viðburði eða mót.

Sviðsstjóri landsliðsmála ræður eða skipar landsliðþjálfara í samræmi við áður skilgreinar fagkröfur sem stjórn og fagnefndir FSÍ gera til tiltekinna verkefna/hlutverks.

Sviðsstjóri landsliða er umboðsmaður iðkenda í úrvalshópi/landsliði og skoðar alla möguleika til að afla tekna fyrir iðkendur í landsliðum, t.d með kynningu í fjölmiðlum og samstarfsmöguleikum með samstarfsaðilum/styrktaraðilum FSÍ . Eitt megin hlutverk hans er að skoða allar leiðir til að minnka kostnað iðkenda í úrvalshópum/landsliðum vegna æfinga og keppni á vegum FSÍ.

Sviðsstjóri landsliða skoðar styrkjamöguleika fyrir iðkenda í úrvalshópum, skilar inn skýrslum í samvinnu við félagsþjálfara, um einstaka iðkanda til afrekssjóðs, vegna styrkja úr sjóðum ÍSÍ og annarra styrkja sem iðkendur eða hópar fá vegna afreksstarfs.

Sviðsstjóri landsliðsmála skilar inn fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir 1 maí ár hvert og skila til stjórnar FSÍ til samþykktar. Starfsáætlun skal unnin í samvinnu við fagnefndir FSÍ og landsliðsþjálfara.

• Í starfsáætlun skal koma fram áætluð verkefni fyrir úrvalshópa, áætluð fimleikamót innan lands og utan, dagsetningar móta og síðasti skráningardagur, fjöldi samæfinga úrvalshópa FSÍ, dagsetningar og staðsetning, æfingarbúðir og annað sem telst til verkefna úrvalshópa/landsliða FSÍ.
• Í fjárhagsáætlun skal koma fram áætlaður kostnaður sambandsins, vegna úrvalshópa/landsliða, áætlaðar tekjur vegna styrktaraðila eða annarra styrkja m.a styrkja frá Afrekssjóði ÍSÍ og sjóði ungra og efnilegra.

Sviðsstjóri landsliða boðar til fundar með aðildarfélögum í samvinnu við stjórn að minnsta kosti einu sinni á ári, dagskrá fundarins er ákveðin af sviðsstjóra landsliðsmála í samvinnu við stjórn, starfsáætlun og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir til kynningar.

Sviðsstjóri landsliðsmála skipuleggur æfingabúðir, samæfingar, keppnisferðir, hópefli og ýmis önnur verkefni sem nauðsynleg eru til að stuðla að sem bestum árangri landsliða FSÍ. 
iðkendum í úrvalshópi/landsliðum.

Menntunar- og hæfniskröfur
-Háskólapróf æskilegt
-Mikill áhugi á íþróttum
-Góð þekking á fimleikum
-Framúrskarandi samskiptahæfileikar
-Góðir skipulagshæfileikar
-Góð þekking á notkun tölvutækni og samskiptamiðla.

Athugið að viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Umsóknir
Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf sendist til skrifstofu Fimleikasambands Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða til framkvæmdastjóra FSÍ (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) fyrir 18.nóvember nk.  Allar frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri FSÍ.  Launakjör eru í samræmi við samning VR við SA.