Hver vinnur titilinn á Íslandsmótinu í fimleikum í ár? Kynnstu keppendum og skoðaðu brot af sögu keppninnar frá upphafi. Í blaðinu má einnig finna ástarhorn, reynslusögur íslensks fimleikafólks í erlendum fimleikaskólum og útskýringu á hverju áhaldi fyrir sig í þessari flóknu en skemmtilegu íþrótt.
Farðu inná facebook síðu Fimleikasambandsins og deildu fréttinni um Íslandsmótsblaðið. Þá getur þú unnið helgarpassa á mótið! Dregið verður kl. 15:00 á morgun, 5. apríl!
Mótið hefst með flugeldasýningu á fimmtudag þegar krýndir verða Íslandsmeistarar í hópfimleikum. Björn Bragi mun halda stuðinu gangandi og verður mótið sýnt í beinni útsendingu á RÚV 2.
Íslandsmót í hópfimleikum - Fimmtudagur
Húsið opnar kl. 18:30
Mótið hefst kl. 19:15
Íslandsmót í fjölþraut karla og kvenna í áhaldafimleikum fer svo fram á laugardag og keppt verður til úrslita á einstökum áhöldum á sunnudag. Mótið verður í beinni útsendingu á aðalrás RÚV.
Íslandsmót í áhaldafimleikum - Laugardagur
Húsið opnar kl. 12:30
Mótið hefst kl. 13:15
Íslandsmót í áhaldafimleikum - Sunnudagur
Húsið opnar kl. 14:00
Mótið hefst kl. 14:30
Fimleikaveislan í Höllinni verður frábær skemmtun, sem kemur til með að bjóða upp á spennu, tilþrif og tilfinningar á mögnuðu 50 ára afmælisári Fimleikasambandsins.
Sjáumst í Laugardalshöllinni um helgina!