Föstudagur, 06 Apríl 2018 11:43

Fimleikaparadís - taka tvö

Í gær var það ekki bara íþróttafólkið sem vann þrekvirki í Laugardalshöll. Það þurfti margar hendur við ekki svo létt verk til að gera Laugardalshöllina að þeirri fimleikaparadís sem birtist landsmönnum á sjónvarpsskjánum í gærkveldi. Starfsmenn félaganna og sjálfboðaliðar unnu þrekvirki við að koma þessu öllu saman og svo sundur aftur, strax að móti loknu. Sagan er hinsvegar bara hálfnuð og rétt tæplega það því í dag hefst vinnan við að gera Laugardalshöll að áhaldafimleikhöll.  Sendibílar mun heimsækja Ármann, Björk, Fjölni og Gerplu í dag til að sækja áhöld og kl. 20:00 hefst uppsetning á salnum fyrir keppni laugardagsins þar sem keppt verður í fjölþraut og sunnudagsins þar sem keppt verður á einstökum áhöldum.

Margar hendur vinna létt verk og hvetjum við alla fimleika og íþróttaunnendur til að koma og hjálpast að við að búa til glæsilega keppnisumgjörð fyrir afreksfólkið okkar.

Gleðilega fimleikahátið!