Laugardagur, 07 Apríl 2018 18:18

Valgarð og Irina vörðu titilinn

Gríðalega skemmtilegri keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum lauk í dag í Laugardalshöll þar sem hart var barist í öllum flokkum.

Í kvennaflokki var fyrirfram búist við harðri keppni.  Agnes Suto-Tuhaa var stigahæst á Bikarmóti Fimleikasambandsins fyrir hálfum mánuði og ljóst að Irina Sazonova úr Ármanni þurfti að hafa sig alla við til að halda Íslandsmeistaratitlinum.  Agnes gerði þó dýr mistök á slá og því varð sigur Irinu nokkuð öruggur.  Í örðu sæti var Dominiqua Alma Berlányi, einnig úr Ármanni og jafnar í þriðja sæti voru Agnes og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu.

Í karlaflokki var einnig skemmtileg barátta, þrátt fyrir að yfirburðir Valgarðs Reinhardssonar, sem fyrirfram þótti sigurstranglegastur. Eyþór Baldursson, liðsfélagi hans úr Gerplu, gerði fá mistök og því mátti Valgarð hvergi slaka á til að halda Íslandsmeistaratitlinum. Fór svo að lokum að Valgarð sigraði með rúmum 4 stigum. Í þriðja sæti varð svo Stefán Ingvarsson úr Björk.
 
Í unglingaflokki var einnig spennandi keppni og þá sérstaklega í stúlknaflokki. Vigdís Pálmadóttir byrjaði illa á slá og þurfti því á öllu sínu að halda til að ná unglingameistaratitlinum. Fór svo að úrslitin réðust ekki fyrr en lokaáhaldinu og en Fimleikafélagiði Björk vann þrefallt, þar sem Vigdís Pálmadóttir varð Íslandsmeistari unglinga, Guðrún Edda Min Harðardóttir í öðru og Emilía Sigurjónsdóttir í því þriðja.
 
Í drengjaflokki sáust flott tilþrif þar sem Breki Snorrason, Jónas Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson börðust aðallega um titilinn. Martin Bjarni var hinsvegar í stuði í dag og þrátt fyrir flott tilþrif frá Jónasi og Breka, þá dugði það ekki til og Martin Bjarni hampaði Íslandmeistaratitlinum. Í drengjaflokki var verðlaununum þó bróðurlegar skipt en í stúlknaflokki, því Martin keppir fyrir Gerplu, Jónas fyrir Ármann og Breki fyrir Björk.
 
Á morgun eru svo úrslit á einstökum áhöldum og hefst keppni kl. 14:30.
 
Hér í viðhengjum má sjá úrslit mótsins.