Mánudagur, 09 Apríl 2018 18:12

Unglingalandslið Íslands á Berlin Cup

Landsliðsþjálfari karla, Róbert Kristmannsson, hefur valið 4 stráka í unglingalandslið Íslands sem tekur þátt á Berlin Cup í Þýskalandi dagana 20. og 21. apríl næstkomandi.

Valið var byggt á frammistöðu strákanna á landsliðsæfingum og bikarmóti Fimleikasambandsins.

Liðið skipa þeir Ágúst Ingi Davíðsson úr Gerplu, Breki Snorrason úr Björk,  Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni og Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu.

 Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari er þjálfari liðsins á mótinu og dómari er Guðmundur Brynjólfsson.