Laugardagur, 21 Apríl 2018 18:41

Tvö gull í Berlín

Mart­in Bjarni Guðmunds­son og Jón­as Ingi Þóris­son náðu frá­bær­um ár­angri á einu sterk­asta ung­linga­landsliðamóti Evr­ópu í fim­leik­um, Juni­or Team Cup, eða Berl­in cup, í dag.

Á mót­inu keppa öll sterk­ustu drengja­landslið Evr­ópu og er mótið mik­il­væg­ur und­ir­bún­ing­ur liðanna fyr­ir EM í Glasgow í ág­úst.

Jón­as og Mart­in tryggðu sér báðir sæti í úr­slit­um á stökki í gær, Mart­in í elsta flokkn­um og Jón­as í 2. ald­urs­flokki.

Þeir voru vel stemmd­ir fyr­ir úr­slit­in og gerðu stökk­in sín frá­bær­lega, svo vel að erfitt var að draga þá niður í ein­kunn. Þrátt fyr­ir frá­bær tilþrif and­stæðing­anna, dugði það ekki til.

Loka­ein­kunn Mart­ins var 13.700, 0.150 stig­um á und­an næsta manni, Um­berto Zurt­ini frá Ítal­íu. Loka­ein­kunn Jónas­ar var 13.475, 0.475 sig­um á und­an Bora Tar­h­an frá Tyrklandi.