Þriðjudagur, 24 Apríl 2018 16:11

Íslandsmót í Stökkfimi - Úrslit

Íslandsmót í Stökkfimi fór fram helgina 21. - 22. apríl í umsjón fimleikadeildar Fjölnis.

Mótið var allt það glæsilegasta og sáust flott tilþrif hjá krökkunum. Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur reglum í Stökkfimi verið breytt gríðalega og er keppnin nú orðin nokkurnsskonar "mini" hópfimleikakeppni þar sem keppt er í með fjóra til sjö í liðum og eingöngu er keppt á dýnu og tampólíni. Mikil ánægja er með nýju reglurnar, en í sumar má búast við að þær verði fínpússaðar eftir reynslu tímabilsins og verða þær því ennþá betri næsta keppnistímabili.

Á mótið komu keppendur frá þremur nýjum félögum sem aldrei áður hafa tekið þátt í keppnum á vegum FSÍ og erum við einstaklega stolt af þeim. En þetta voru Dímon frá Hvolsvelli, Hekla frá Hellu og svo lið frá Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Einnig má sjá að Rán frá Vestmannaeyjum sem tóku smá pásu frá keppni á FSÍ mótum eru að koma sterk inn aftur. Þetta sýnir okkur að fimleikafjölskyldan er alltaf að stækka og dafna. 

Við þökkum því 

 

Hér í viðhengjum má sjá úrslit mótsins: