Þriðjudagur, 19 Júní 2018 05:19

Unglingalandslið á faraldsfæti

Unglingalandslið Íslands í áhaldafimleikum lagði í nótt af stað á úrtökumót fyrir Ólympíuleika ungmenna. Mótið fer fram í Baku í Azerbajan en með góðum árangri getur einn strákur og ein stelpa frá Íslandi tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Buenos Aires í október.

Allar þjóðir Evrópu hafa rétt á að senda tvo fulltrúa af hvoru kyni í forkeppnina og eru það þau Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Vigdís Pálmadóttir, Jónas Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson sem freysta gæfunnar í Baku.

Með þeim í för eru þjálfararnir Róbert Kristmannsson og Hildur Ketilsdóttir og dómarar eru Þorbjörg Gísladóttir og Andri Wilberg Orrason.

Það eru því fleiri en fótboltastrákarnir sem standa í ströngu #fyrirísland austanmegin í álfunni.  Unglingalandsliðið kemur aftur heim á sunnudag og stoppar í 4 daga áður en haldið er á Norðurlandamótið í Danmörku. Þá er sagan þó ekki öll, því Evrópumótið tekur svo við í byrjun ágúst og því langt og strangt keppnistímabil framundan.