Print this page
Fimmtudagur, 28 Júní 2018 16:26

Íslensku liðin keppa á NM um helgina - Hægt er að fylgjast með mótinu beint á netinu

Landslið Íslands í áhaldafimleikum keppa á Norðurlandamóti um helgina. Mótið fer fram í Farum Arena, í Kaupmannahöfn í Danmörku og sendir Ísland lið í fullorðins- og unglingaflokki, bæði kvenna og karla. Keppt verður í liðakeppni og fjölþraut á laugardegi og úrslit á einstökum áhöldum fara fram á sunnudag.

Hér má sjá dagskrá mótsins;

Laugardagur - Liðakeppni og fjölþraut:
Keppni hefst kl. 07:55 í unglingaflokki stúlkna og drengja
Keppni hefst kl. 14:40 í fullorðinsflokki kvenna og karla

Sunnudagur - Úrslit á einstökum áhöldum:
Keppni hefst kl. 09:05 í unglinga- og fullorðinsflokki, kvenna og karla


Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á youtube rás mótsins og má nálgast linkana hér;
Laugardagur
Sunnudagur

Fréttir af mótinu koma inn á heimasíðuna að loknum hverjum mótshluta og myndbönd af mótinu koma jafn óðum inn á facebook síðuna okkar: Fimleikasamband Íslands.

Einnig verður hægt að fylgjast með keppendunum okkar í story á instagraminu: Fimleikasamband.


Mynd: Íslensku liðin að lokinni æfingu í Danmörku í dag

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla