Mánudagur, 09 Júlí 2018 22:13

Martin Bjarni Guðmundsson á leið á Ólympíuleika ungmenna

Landsliðsþjálfari karla hefur valið Martin Bjarna Guðmundsson til keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu 6. – 18. október og Jónas Inga Þórisson til vara.

Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Aldur keppenda er 15-18 ára.

Markmið leikanna er að sameina besta unga íþróttafólk heims í keppni og leik við bestu hugsanlegu aðstæður. Boðið er uppá öfluga kynningu á Ólympíuhugsjóninni og áhersla lögð á að þróa menntun og mat á ólympískum gildum auk þess að ræða um þær ógnanir sem steðja að samfélaginu í dag. Þá er markmiðið að kynna enn frekar íþróttir ungmenna og efla þátttöku í íþróttastarfi á heimsvísu.

Fimleikasambandið sendir innilegar hamingjuóskir til aðstandenda, þjálfara og félaga.

Landsliðsþjálfari karla í áhaldafimleikum,
Róbert Kristmannsson