Miðvikudagur, 21 Nóvember 2012 14:40

Landsliðskonur á farandsfæti

Nokkrar landsliðskonur okkar í áhaldafimleikum verða á faraldsfæti nú um helgina þegar þær fara til keppni á tvö erlend mót, í Tékklandi og í Belgíu.

Þrjár landsliðskonur fara til keppni á World Cup í Ostrava Tékklandi, 22-24.nóvember, þær Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Tinna Óðinsdóttir.  Í Ostrava er keppt á einstökum áhöldum og er Jóhanna er skráð til keppni á jafnvægisslá og á gólfæfingum, Norma er skráð til keppni í stökki, tvíslá og á gólfæfingum, Tinna er skráð til keppni á jafnvægisslá og tvíslá.  Með þeim eru í för Guðmundur Brynjólfsson þjálfari og Hlín Bjarnadóttir dómari. Það er von okkar að Tinna nái að fylgja eftir góðum árangri sínum frá Norður-Evrópumeistaramótinu en eins og flestir muna þá vann hún til silfurverðlauna þar á jafnvægisslá.

Að auki eru tvær landsliðskonur á leið á sextánda Top Gym fimleikamótið í Belgíu, sem verður 23-25.nóvember, þær Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Sigríður Bergþórsdóttir.  Þetta mót er boðsmót og eru einungis 2 junior keppendum  frá hverju landi boðið á mótið, því er þetta mikill heiður fyrir Freyju og Sigríði að fá boð á þetta móti enda er þetta í 16 skiptið sem mótið er haldið.  Með í för verða Dmitry Varonin þjálfari og Þorbjörg Gísladóttir dómari. 

Myndasafn

{gallery}126{/gallery}