Print this page
Föstudagur, 27 Júlí 2018 16:10

Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára.
 
Eins og allir vita er Unglingalandsmót UMFÍ vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga.
 
Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki eins og Jóa Pé og Króla, hljómsveitinni Between Mountains, Herra Hnetusmjöri og Jóni Jónssyni og mörgum fleirum.
 
Slóðin á heimasíðu Unglingalandsmóts UMFÍ er: www.ulm.is