Föstudagur, 03 Ágúst 2018 13:51

Myndbönd af æfingum kvennaliðsins á EM - Stúlknaliðið keppir í dag

Kvennalandslið Íslands lauk keppni á Evrópumótinu í gær, hér má sjá keppnisæfingar þeirra.

Agnes Suto Tuuha: https://youtu.be/GbQx1OtrlHs
Margrét Lea Kristinsdóttir: https://youtu.be/Gr4-15odTDY
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir: https://youtu.be/1ObG0qjGLWQ
Thelma Aðalsteinsdóttir: https://youtu.be/EKfADUxGxRU

Liðið hlaut alls 134,030 stig í liðakeppni en liðið skipuðu þær Agnes Suto-Tuuha, Margrét Lea Kristinsdóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Lilja Björk Ólafsdóttir gat því miður ekki tekið þátt vegna meiðsla. 

Stúlknaliðið hefur keppni kl. 17:30 á íslenskum tíma í dag (kl. 18:30 á breskum tíma) og lýkur 19:45 (kl. 20:45 á breskum tíma).

Fimleikasambandið mun taka upp æfingar liðanna og setja þær inná heimasíðu og facebook síðu sambandsins að móti loknu. 

Hægt er að fylgjast með einkunnum og úrslitum á síma appi sem mótshaldarar hafa gefið út. Hægt er að nálgast appið hér og hægt er að ná í það bæði á google play og í app store fyrir þá sem eru með i-phone. 

Áfram Ísland
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland