Sunnudagur, 05 Ágúst 2018 12:29

Myndbönd af keppni stúlknaliðsins á EM - Bein útsending á RÚV kl. 13:25 í dag

Unglinga landsliðið lauk keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Glasgow á föstudag. Liðið skipuðu Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Vigdís Pálmadóttir. Allar stúlkurnar voru að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti og stóðu sig með prýði, en liðið endaði í 22. sæti með 131,463 stig. Stelpurnar voru sammála því að þetta hafi verið mikil og jákvæð upplifun að keppa á móti sem þessu og koma þær sannarlega reynslunni ríkari heim. Þjálfarar liðsins voru þær Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari unglinga og Hildur Ketilsdóttir. 

Hér má sjá æfingar stúlknanna og einkunnir; 

Laufey Birna Jóhannsdóttir: https://youtu.be/IUy7nDuyrZ8
Vigdís Pálmadóttir: https://youtu.be/cyPMZJzuVP4
Sóley Guðmundsdóttir: https://youtu.be/iL6Tq0Nd4S8
Emilía Björt Sigurjónsdóttir: https://youtu.be/uCq04mkXNfs
Guðrún Edda Min Harðarsdóttir: https://youtu.be/7YXIpfmvOBI

Myndir af mótinu má finna á facebook síðu sambandsins: Fimleikasamband Íslands

Ísland átti tvo dómara á mótinu, en það eru þær Hlín Bjarnadóttir og Sandra Matt Árnadóttir.  

Úrslit á einstökum áhöldum í kvennaflokki verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV í dag og hefst útsending kl. 13:25 á íslenskum tíma. 

Áfram Ísland
#TheMoment
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland