Miðvikudagur, 08 Ágúst 2018 17:37

Unglingalandsliðið á podium æfingu - Myndband

Unglingalandslið drengja í áhaldafimleikum stóð sig vel á podium æfingu fyrir Evrópumótið í Glasgow í dag.

Hér má sjá stutta samantekt af æfingum þeirra í dag.

Strákarnir keppa í undanúrslitum í liðakeppni á föstudaginn kl. 09:00 að íslenskum tíma (kl. 10:00 á breskum tíma). Liðið skipa þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Breki Snorrason, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson. Þeir Jónas Ingi og Martin Bjarni eru að keppa á sínu öðru Evrópumóti í unglingaflokki en Ágúst Ingi, Breki og Dagur Kári eru að þreyta frumraun sína á stórmóti. Strákarnir létu stóra sviðið ekki trufla sig og geisluðu af öryggi á æfingunni í dag. Við óskum þeim góðs gengis á föstudaginn.

Fimleikasambandið mun taka upp æfingar allra drengjanna og setja inn á heimasíðu og Facebook síðu sambandsins að móti loknu.

Mótsahaldarar hafa gefið út app þar sem má finna allar upplýsingar um mótið, í appinu má finna skipulag og úrslit mótsins, upplýsingar um þátttakendur, nýjustu fréttir, sögu mótsins, myndbönd af hápunktum mótsins, upplýsingar um keppnissvæði og miðasölu. Hægt er að nálgast appið hér og hægt er að ná í það bæði á google play og í app store fyrir þá sem eru með i-phone. Millumerki eða hashtag mótsins er #EC2018.

Myndir af mótinu má finna á facebook síðu fimleikasambandsins: Fimleikasamband Íslands

Áfram Ísland
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland