Föstudagur, 10 Ágúst 2018 13:07

Unglingalandsliðið hefur lokið keppni á EM - Myndbönd

Unglingalandsliðið hefur lokið keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Glasgow. Strákarnir kepptu í liðakeppni í morgun en liðið skipuðu þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Breki Snorrason, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson. Jónas og Martin kepptu einnig í fjölþraut. Strákarnir stóðu sig ótrúlega vel, en geislar af þeim mikil gleði og liðsheildin er mikil. 

Hér má sjá myndbönd af æfingum þeirra frá mótinu í dag: 

Ágúst Ingi Davíðsson

Breki Snorrason

Dagur Kári Ólafsson

Jónas Ingi Þórisson

Martin Bjarni Guðmundsson

Úrslit í liðakeppni fullorðinna verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV á laugardag og hefst útsending kl. 11:55. Einungis 8 efstu liðin munu keppa til úrslita. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna verða einnig sýnd á RÚV, en keppnin fer fram á sunnudag og hefst bein útsending kl. 13:25. Þar keppir fyrir Íslands hönd Valgarð Reinhardsson sem er fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á áhöldum á Evrópumóti og annar í sögunni á eftir Rúnari Alexandersyni til að komast í úrslit á einstökum áhöldum á Evrópumóti. Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi í beinni útsendingu á sunnudag kl. 15:30. 

Mótsahaldarar hafa gefið út app þar sem má finna allar upplýsingar um mótið, í appinu má finna skipulag og úrslit mótsins, upplýsingar um þátttakendur, nýjustu fréttir, sögu mótsins, myndbönd af hápunktum mótsins, upplýsingar um keppnissvæði og miðasölu. Hægt er að nálgast appið hér og hægt er að ná í það bæði á google play og í app store fyrir þá sem eru með i-phone. Millumerki eða hashtag mótsins er #EC2018.

Myndir af mótinu má finna á facebook síðu fimleikasambandsins: Fimleikasamband Íslands.

Áfram Ísland
#TheMoment
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland