Laugardagur, 11 Ágúst 2018 10:45

Lúxus áskoranir þegar menn stökkva sig inn í úrslit

Íslenski hópurinn hefur unnið hörðum höndum að því að breyta flugum þar sem að ferðast átti heim á sunnudag þegar að úrsltin fara fram. Þegar að Valli stökk sig inn í úrslitin var því ljóst að ferðaplön íslenska hópsins voru í uppnámi. Þar sem að vinsælt er að ferðast til Íslands á þessu tíma ársins, þá var ekki um auðugan garð að gresja þegar kom að því að breyta flugum þar sem öll flug til landsins eru smekkfull. Þá erum við lánsöm að WOW air styður íslenska fimleika og hafa hjálpað okkur að komast heim, reyndar þarf hópurinn að njóta Glasgow fram á þriðjudag en það verður kósý hjá okkur og Valli kemst loksins að fá sér langþráðan eftir keppni borgara.

Við hlökkum til að fylgjast með Valla stökkva í úrslitum á sunnudag, fyrstur Íslendinga.

Við hvetjum alla til að stilla á RÚV og stenda strauma til Glasgow. Keppnin hefst kl. 13:25 á íslenskum tíma og samkvæmt skipulagi hefjast úrslit á stökki kl. 15:30. 

Eftirfarandi keppendur munu keppa til úrslita á stökki; 

1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849
2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783
3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716
4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383
5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233
6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199
7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149
8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100

Áfram Ísland
#TheMoment
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland