Sunnudagur, 12 Ágúst 2018 13:02

Timamóta stund að renna upp fyrir íslenska fimleika

Nú eru að hefjast úrslit á áhöldum á Evrópumótinu í Glasgow, þar sem að Valgarð Reinhardsson keppir fyrstur Íslendinga í úrslitum á stökki. Við höfum beðið þessarar stundar lengi, en Norma Dögg Róbertsdóttir varð í 9. sæti og fyrsti varamaður inn í úrslit fyrir 6 árum þegar hún náði besta árangri Íslendinga þangað til að undanúrslit runnu upp í Glasgow síðastliðinn föstudag og úrslitasæti Valgarðs var staðfest þegar hann endaði í 5. sæti í undankeppninni. 

Íslenski hópurinn er spenntur og bíður úrslitanna með eftirvæntingu, en Valgarð er hinn rólegasti og hlakkar til að njóta dagsins þar sem hann og bestu fimleikamenn Evrópu etja kappi við bestu aðstæður sem hægt er að hugsa sér.

Keppnin hefst í beinni á RÚV kl. 13:25 að íslenskum tíma en áætlað er að úrslit á stökki hefjist kl. 15:15.

Við hvetjum alla til að fylgjast með og senda hlýja og orkumikla strauma yfir hafið, þegar þessi tímamót renna upp.

Áfram Ísland
#TheMoment
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland