Valgarð Reinhardsson lauk rétt í þessu keppni á Evrópumótinu í Glasgow þar sem hann var fyrsti Íslendingur til að komast í úrslit á stökki og annar til að komast í úrstlit í sögu fimleika á Evrópumóti.
Valgarð gerði tvö stökk í úrslitum, það fyrsta gekk vel en seinna stökkið náði hann því miður ekki að lenda.
Í samtali við Valla eftir mótið sagði hann að hann væri komin til að vera og upplifunina hafa verið geðveika. ,,Þetta er allt öðruvísi en maður er vanur" sagði Valli, en á móti sem þessu fá keppendur ekki æfingu inn í keppnissal áður en áhaldið hefst.
Við spurðum hvort að hann væri kominn til að vera svaraði hann ,,svo sannarlega" og hló.
Framtíðin er björt, dagurinn í dag var tímamótadagur sem vonandi markar nýtt upphaf úrslita á stórmótum.
Áfram Ísland
#TheMoment
#EC2018
#fimleikarfyriralla
#fyririsland