Miðvikudagur, 15 Ágúst 2018 11:16

NEM 2018 á Akureyri fellt niður

Norður Evrópumót (NEM) sem fram átti að fara á Akureyri helgina 15. - 16. september hefur verið aflýst. Skráning á mótið var langt undir væntingum en er það rakið til nálægðar mótsins við bæði Evrópumót og Heimsmeistaramót.

Ísland hefur óskað eftir því að fá mótið aftur til okkar á næsta ári og er umræða um það í gangi. Nánari upplýsingar um það munu liggja fyrir á næstu vikum.