Mánudagur, 20 Ágúst 2018 15:08

Hádegisfyrirlestur - Jeffrey Thompson - 24. ágúst kl 12:00

Föstudaginn 24. ágúst kl 12:00 mun Jeffrey Thompson halda hádegisfyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Fyrirlesturinn heitir - Hið einstaka viðfangsefni að vinna með unglingum - áskorannir og úrlausnir.

 

Jeffrey Thompson er vel þekktur sérfræðingur innan fimleikahreyfingarinnar en hann hefur í gegnum árin sinnt ýmsum ráðgjafastörfum fyrir alþjóða fimleikasambandið (FIG). Jeff eins og hann er kallaður hefur hátt í 40 ára reynslu í vinnu með ungmennum og hefur hann helgað lífi sínu vinnu við gerð fræðsluefnis og prógramma sem að stuðla að betra utanumhaldi með ungmennum og þeirra íþróttaiðkun. Hann hefur hjálpað til við að byggja upp fræðsluprógröm og stefnur sérsambanda á borð við það Nýsjálenska og hjá PAN ameríku sambandinu.

 

Jeff mun fjalla um vinnu með unglingum, en mörgum finnst það erfitt og stressandi. Hann ætlar að varpa ljósi á það sem er að gerast í líkama þeirra á þessu skeiði og útskýra hvernig við getum nálgast unglinga á jákvæðan og uppbyggilegan hátt með tilliti til kennslu og þjálfunnar óháð íþróttagreinum.

 

Jeff hefur orð á sér fyrir að vera skemmtilegur og dýnamískur fyrirlesari

 

Fyrirlesturinn er opinn öllum úr öllum greinum og lofum við áhugaverðum og skemmtilegum hádegisfyrirlestri.

 

Látum orðið berast og við hlökkum til að sjá sem flesta á föstudaginn.