Mánudagur, 17 September 2018 13:37

Áhugasamir hópar luku þjálfaranámskeiðum síðastliðna helgi

Síðast liðna helgi fór fram þjálfaranámskeið 1C. Áhugasamur hópur þjálfara af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni lauk 20 kennslustunda námskeiði í bóklegum og verklegum tímum. Fjallað var um hlutverk þjálfara, undirbúning keppenda fyrir mót, tegundir, viðbrögð og forvarnir meiðsla, upphitun framhaldshópa og tæknileg kennsla fimleikaæfinga á áhöldum. Kennarar voru Guðmundur Þ Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Hlín Bjarnadóttir og Katrín Pétursdóttir.

FSÍ þakkar öllum kennurum fyrir sín störf, krökkunum sem aðstoðuðu í verklegum tímum og félögunum sem lánuðu húsin sín, Björk, Gerpla og Kelfavík.

Námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa fór einnig fram sömu helgi. Þar kenndi Guðrún Bjarnadóttir og viljum við þakka henni fyrir kennsluna ásamt því að þakka Ármanni fyrir lán á húsnæði.