Fimmtudagur, 20 September 2018 17:18

Guðmundur Þór hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari

Guðmundur Þór Brynjólfsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum kvenna. 

Guðmundur hefur verið farsæll í starfi landsliðsþjálfara frá árinu 2013 og náði meðal annars 14. sæti á Evrópumóti með íslenska liðið og 8. sæti á stökki, þegar Norma Dögg var hársbreidd frá því að tryggja sig inn í úrslitin. Undir hans stjórn vann íslenska liðið tvenna Smáþjóðaleika og Norðurlandamót. Guðmundur starfar sem sjúkraþjálfari og vegna mikilla anna hefur hann ákveðið að láta af störfum hjá sambandinu. 

Hann mun þó vera okkur áfram innan handar sem faglegur ráðgjafi, en hann hefur sinnt flestum þeim hlutverkum sem hægt er að sinna hjá FSÍ og fyrir það erum við honum ákaflega þakklát.

Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir góð störf og hlökkum til að vinna með honum í framtíðinni. 

Áfram Ísland
#takkgummi
#fyririsland
#fimleikarfyriralla