Fimmtudagur, 20 September 2018 18:21

Landslið í áhaldafimleikum karla fyrir HM í Doha

Landsliðsþjálfari karla hefur valið landslið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Doha dagana 25. október til 3. nóvember.

Karlarnir keppa 25. október og mun Ísland senda þrjá keppendur. 

Karlaliðið er skipað þeim; 

Eyþóri Erni Baldurssyni - Gerplu
Jóni Sigurði Gunnarssyni - Ármanni
Valgarði Reinhardssyni - Gerplu

Þjálfari Íslands er Róbert Kristmannsson og dómari Anton Heiðar Þórólfsson.

Við óskum keppendum, þjálfurum, félögum og foreldrum innilega til hamingju.

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla