Mánudagur, 01 Október 2018 10:03

Martin Bjarni Guðmundsson keppir á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires

Martin Bjarni Guðmundsson verður einn af níu ungmennum sem keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu dagana 6. - 18. október. Leikarnir eru þeir þriðju í röðinni en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur fimleikamaður vinnur sér inn keppnisrétt á mótinu.

Á leikunum keppa ungmenni á aldrinum 15 - 18 ára. Í ár á Ísland keppendur í fjórum greinum, en auk fimleika þá eru keppendur í frjálsum, sundi og gófi.

Leikarnir eru gríðarlega stórir og eru um 4 þúsund þátttakendur. 

Með Martini Bjarna í ferðinni er þjálfarinn hans Róbert Kristmannsson auk þess sem að tveir ungir íslenskir dómarar voru valdir til að dæma á mótinu en það eru þau Daði Snær Pálsson og Sandra Matthíasdóttir.