Föstudagur, 05 Október 2018 13:09

Síðasta tækifæri til að sjá landsliðin í hópfimleikum fyrir EM í Portúgal

Í dag fer fram æfingamót hjá íslensku landsliðunum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum. Evrópumótið fer fram í Odivelas í Portúgal dagana 17. - 20. október og munu tvö lið frá Íslandi keppa í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna. Í unglingaflokki keppir stúlknalið og blandað lið unglinga. 

Æfingamótið fer fram í fimleikahúsinu í Stjörnunni, Ásgarði í Garðabæ, kl. 16:00-17:40, en mót sem þetta er stór hluti í undirbúningi liðana fyrir Evrópumótið og verður það sett upp í líkingu við úrslitadaginn á Evrópumótinu sjálfu. Liðin munu því hita upp á einu áhaldi í einu og klára að keppa á því áhaldi áður en haldið er á næsta áhald.

Frítt er inn á mótið en frjáls framlög eru vel þegin.

Við hlökkum til að sjá ykkur hvetja liðin okkar til dáða og gefa þeim eitt loka pepp áður en þau fara út til Portúgal. 

Áfram Ísland!!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#teamgym2018