Sunnudagur, 07 Október 2018 15:52

Martin Bjarni hefur keppni á Ólympíuleikum ungmenna í dag - Bein útsending

Martin Bjarni Guðmundsson hefur keppni á Ólympíuleikum ungmenna í dag, en leikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu og lýkur keppninni 18. október. Martin er fyrstur íslenskra keppenda til að taka þátt, í dag verður keppt á tveimur áhöldum hjá drengjunum, bogahesti og á gólfi.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af mótinu hér. 

Martin er fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að vinna sér inn keppnisrétt á mótinu en á leikunum keppa ungmenni á aldrinum 15 - 18 ára. 

Með Martini Bjarna í ferðinni er þjálfarinn hans Róbert Kristmannsson ásamt tveimur íslenskum dómurum, þeim Daða Snæ Pálssyni og Söndru Matthíasdóttur.