Mánudagur, 08 Október 2018 10:04

Martin Bjarni varamaður í úrslitum á gólfi

Martin Bjarni keppti í tveimur greinum á fyrsta degi á Ólympíuleikum ungmenna í gær. í gólfæfingum fékk Martin 13.250 stig og tryggði það honum 10. sæti, en alls kepptu 34 í greininni. Átta keppendur munu keppa til úrslita í hverri grein og er Martin Bjarni varamaður í úrslit í gólfæfingum. 

Á bogahesti skoraði Martin 10.533 og endaði í 28. sæti af 35 keppendum í greininni.

Að loknum tveimur greinum af sex er Martin í 21. sæti samanlagt, en að lokinni undankeppni munu 18 keppendur með hæstu samanlögðu einkunnina keppa til úrslita.  

Keppnin heldur áfram í dag þar sem Martin mun keppa í hringjum og á stökki. Leikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu og lýkur keppninni 18. október.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af mótinu hér. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla