Fimmtudagur, 11 Október 2018 20:11

Martin búin að keppa á sínum fystu Ólympíuleikum

Martin Bjarni Guðmundsson lauk keppni í gær á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram þessa dagana í Buenos Aires. Hann á þó ennþá möguleika á áframhaldandi keppni, þar sem hann er varamaður í úrslitum á laugardag.

Martin stóð sig frábærlega á mótinu og gerði sér lítð fyrir og varð í tíunda sæti í tveimur greinum, á gólfi og á stökki. Átta efstu keppendurnir fara áfram í úrslit en næstu tveir eru varamenn og því enn óvíst hvort að hann keppi aftur um helgina. Martin var grátlega nálægt úrslitum á stökki en einungis munaði 0,1 að hann hefði komist inn og keppt á meðal átta bestu ungmenna í heiminum. 

Í fjölþrautinni endaði hann í 28. sæti af þeim 35 sem kepptu á mótinu, en mistök á tvíslá og hnökrar á svifrá reyndust honum dýrkept þar sem sáralitlu munar á næstu mönnum. Hins vegar er það alveg ljóst að hér er á ferðinni mikill keppnismaður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni, hann hefur verið í löngu og ströngu keppnistímabili þetta árið en það hófst í byrjun febrúar og hefur hann keppt mikið fram að leikunum í Argentínu og því magnaður árangur að toppa sig svo í lokin á tímabilinu, á stærsta móti sem ungmenni geta keppt á í heiminum.

Við sendum Martin Bjarna og Róberti Kristmannssyni, landsliðsþjálfara, innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur, við erum stolt af ykkur!

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla