Print this page
Mánudagur, 15 Október 2018 19:38

Landsliðin mætt til Portúgal #teamgym2018

Landslið Íslands lögðu af stað á Evrópumótið í hópfimleikum snemma í morgun, en mótið er haldið í Lissabon í Portúgal.

Ísland sendir 2 lið í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö lið í unglingaflokki, stúlknalið og blandað lið unglinga.

Loka undirbúningur liðana hefst á morgun þegar unglingaliðin taka síðustu æfingu fyrir mótið í keppnishöllinni, en liðin í fullorðinsflokki hefja sína æfingu snemma á miðvikudagsmorgun. 

Mótinu er skipt niður í fjóra hluta og hefst keppnin seinnipart á miðvikudag með undanúrslitum í unglingaflokki. Undanúrslit í fullorðinsflokki fara svo fram á fimmtudag. 

Úrslit í unglinga- og fullorðinsflokki verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV, föstudaginn 19. október hefst keppni hjá blönduðum liðum unglinga kl. 15:45 og hjá stúlknaliðinu kl. 17:45. Á laugardag eru úrslit í fullorðinsflokki þar sem keppni hjá blönduðum liðum hefst kl. 10:00 og í kvennaflokki kl. 12:00.

Dómarar í ferðinni eru þær Ágústa Dan Árnadóttir, Íris Svavarsdóttir, Olga Bjarnadóttir og Yrsa Ívarsdóttir.

Sjúkraþjálfarar eru Þórdís Ólafsdóttir og Kristín Gísladóttir og sálfræðingur er Steinunn Anna Sigurjónsdóttir.

Fjölmiðlateymi samanstendur af Ástrósu Ýr Eggertsdóttur, Ívari Benediktsyni, Kristni Arasyni, Steinunni Önnu Svansdóttur og Sæunni Viggósdóttur.

Heimasíðu mótsins má finna hér. 

Áfram Ísland!!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#teamgym2018