Print this page
Miðvikudagur, 17 Október 2018 15:47

Undanúrslit á Evrópumótinu að hefjast - Bein útsending á netinu

Undanúrslit í unglingaflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum eru að hefjast. Unglingaliðin áttu góða æfingu í keppnishöllinni í gær og eru vel undirbúin fyrir keppni í dag. Ótrúlega góður andi er í liðunum og skein gleðin af þeim á æfingunum. Nú bíða þau eftir að sýna hvað í þeim býr. 

Drengjakeppnin er í gangi eins og stendur en keppni í blönduðum flokki unglinga fer að hefjast og að henni lokinni fer fram keppni í stúlknaflokki. Ísland á eitt lið í flokki blandaðra liða og eitt í stúlknaflokki.

Hér má sjá dagskrá undanúrslitana:

Kl. 16:45-18:30: Flokkur blandaðra liða
Kl. 19:00-20:47: Stúlknaflokkur

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á netinu hér. 

Hægt er að fylgjast með einkunnargjöfum hér. 

Á morgun er keppt í fullorðinsflokki en þar á Ísland eitt lið í flokki blandaðra liða og eitt í kvennaflokki.

Sjá má dagskrá í fullorðinsflokki hér: 

Kl. 14:00-15:55: Flokkur blandaðra liða
Kl. 16:30-18:17: Kvennaflokkur Undanúrslitum lýkur svo með karlakeppni frá kl. 18:45-20:09. 

Efstu 6 lið í hverjum flokki komast í úrslit sem sýnd verða í beinni útsendingu á RÚV um helgina. Föstudaginn 19. október verður keppt til úrslita í blönduðum flokki unglinga kl. 15:45 og í stúlknaflokki kl. 17:45. Á laugardag er svo keppt til úrslita í fullorðinsflokki þar sem keppni hefst með flokki blandaðra liða kl. 10:00 og keppni í kvennaflokki hefst kl. 12:00.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla