Print this page
Fimmtudagur, 18 Október 2018 14:00

Undanúrslit í fullorðinsflokki hafin - Bein útsending á netinu

Undanúrslit í fullorðinsflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum eru hafin. Ísland á eitt lið í flokki blandaðra liða og eitt lið í kvennaflokki. Bæði lið standa vel að vígi gagnvart hinum þjóðunum og því mikil spenna fyrir flugeldasýningunni sem við munum sjá í dag. 

Keppni í flokki blandaðra liða er í gangi eins og stendur en keppni í kvennaflokki hefst að henni lokinni. 

Blandað lið fullorðinna

Kvennalið

Hér má sjá dagskrá undanúrslitana:

Kl. 14:00-15:55: Flokkur blandaðra liða
Kl. 16:30-18:17: Kvennaflokkur Undanúrslitum lýkur svo með karlakeppni frá kl. 18:45-20:09. 

Hægt er að fylgjast með flokki blandaðra liða í beinni útsendingu hér. 

Hægt er að fylgjast með einkunnargjöfum hér. 

Efstu 6 lið í hverjum flokki komast í úrslit sem sýnd verða í beinni útsendingu á RÚV um helgina. Bæði íslensku liðin í unglingaflokki komust áfram úr undanúrslitun í gær og munu keppa til úrslita á föstudaginn, en þá hefst keppni í flokki blandaðra liða kl. 15:45 og í stúlknaflokki kl. 17:45.

Á laugardag er svo keppt til úrslita í fullorðinsflokki þar sem keppni hefst með flokki blandaðra liða kl. 10:00 og keppni í kvennaflokki hefst kl. 12:00.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla