Fimmtudagur, 18 Október 2018 18:07

Öll fjögur lið Íslands komin í úrslit á EM

Undanúrslit á Evrópumótinu í Portúgal lýkur í kvöld með keppni í karlaflokki en öll lið Íslands hafa lokið keppni. 

Ísland átti tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö í unglingaflokki, stúlknalið og blandað lið unglinga. 

Öll lið Íslands komust í úrslit og mun keppni í úrslitum unglinga fara fram í beinni útsendingu á RÚV á föstudag og laugardag.

 

 

Hér má sjá dagskrá útsendingarinnar: 

Föstudagur
Unglingaflokkur 

Blönduð lið kl. 15:45
Stúlknaflokkur kl. 17:45.

Laugardagur
Fullorðinsflokkur

Blönduð lið kl. 10:00
Kvennaflokkur kl. 12:00.

Hér má sjá úrslit í hverjum flokki; 

Kvennalið: 

1. Svíþjóð - 56,750
2. Ísland - 55,100
3. Danmörk - 54,600

Blandað lið fullorðinna: 

1. Svíþjóð - 54,000
2. Danmörk - 53,850
3. Ísland - 53,100

Stúlknalið:

1. Svíðþjóð - 53,200
2. Ísland - 51,200
3. Danmörk - 50,050

Blandað lið unglinga:

1. Danmörk - 53,400
2. Svíþjóð - 52,300
3. Bretland - 48,900
4. Ísland - 48,150

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla