Föstudagur, 19 Október 2018 14:35

Úrslit í unglingaflokki á EM hafin - Bein útsending á RÚV

Úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum eru hafin og er drengjakeppnin í gangi eins og stendur. Ísland á tvö lið sem keppa til úrslita í dag, blandað lið og stúlknalið. 

Bæði lið tryggðu sér þátttöku í undanúrslitunum á fimmtudaginn síðastliðinn, en þá hafnaði blandaða liðið í fjórða sæti en stúlknaliðið í örðu sæti. Bæði lið eru vel undirbúin fyrir úrslitin og stefna á sæti í úrslitum, en blandað lið unglinga hafnaði í 3. sæti fyrir tveimur árum og stúlknaliðið kom þá með gullið heim í annað skipti í röð. 

Við óskum liðunum góðs gengis í dag og hlökkum til að fylgjast með þeim. 

Hér má sjá dagskrá útsendingarinnar á RÚV

Föstudagur
Unglingaflokkur 

Blönduð lið kl. 15:45
Stúlknaflokkur kl. 17:45.

Laugardagur
Fullorðinsflokkur

Blönduð lið kl. 10:00
Kvennaflokkur kl. 12:00.

 

Áfram Ísland
#fyririsland