Föstudagur, 19 Október 2018 19:35

Stúlknalandsliðið í 3. sæti á EM

Unglingalandsliðin voru að ljúka keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum rétt í þessu. Blandað lið unglinga hóf keppni í dag og gerði glæsilegar æfingar bæði í gólfæfingum og á dýnustökki. Smá hnökrar urðu í trampólínstökkum sem gerðu það að verkum að fjórða sætið varð niðurstaðan, en liðið varð einnig í fjórða sæti í undanúrslitum. 

Stúlknaliðið kom inn úr undanúrslitum í 2. sæti á eftir Svíum og var vita að keppnin yrði gríðarlega hörð. Eftir litla hnökra í gólfæfingum og á trampólíni sigruðu Svílar, Danir urðu í öðru sæti og íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti.

 

Við óskum liðunum til hamingju með daginn, en bæði lið fara reynslunni ríkari heim og er framtíð Íslands í hópfimleikum björt með alla þessa hæfileikaríku unglinga. 

Áfram Ísland
#fyririsland